Færsluflokkur: Bílar og akstur

Fordómar

Þar sem að ég sjálfur er eigandi sportbíls er ég kominn með nóg af fordómum í okkar garð. Ef upp kemur óhapp þá er nær öruggt að í fréttum mun koma að um hraðakstur hafi verið að ræða.

Í þessari "frétt" er sagt að kappakstur hafi verið í gangi... en ég keyrði þennan bíl nýlega og þekki eigandann vel, og er spyrnuakstur ekki mögulegur þar sem að 1. gír er leiðinlegur og hann kemst ekki í 2. gír.. semsagt ekki möguleiki á því að þessir 2 bílar hafi verið að spyrna... 

Ég á eins bíl og ég hef sjálfur lent í fordómum, og það merkilega við það er að við þurfum oft ekki að vera á staðnum til að fá skammir. Sem dæmi má nefna að ég hef verið ásakaður um að halda heilu hverfunum vakandi eina helgina, sem stenst ekki alveg því að ég og bíllinn minn vorum á Akureyri á bíladögum þegar ég atti að hafa verið á botnþenslu um bæinn. Ótrúlegt alveg.


Það sem ég vil koma á framfæri er að líkurnar á kappakstri voru ENGAR og að stundum gerast óhöpp og er þá ekki hægt að benda bara á næsta sportbíl og kenna honum um. 

endilega að tjá sig og ég skal svara.
mbl.is Kappakstur endaði illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband