Þar sem að ég sjálfur er eigandi sportbíls er ég kominn með nóg af fordómum í okkar garð. Ef upp kemur óhapp þá er nær öruggt að í fréttum mun koma að um hraðakstur hafi verið að ræða.
Í þessari "frétt" er sagt að kappakstur hafi verið í gangi... en ég keyrði þennan bíl nýlega og þekki eigandann vel, og er spyrnuakstur ekki mögulegur þar sem að 1. gír er leiðinlegur og hann kemst ekki í 2. gír.. semsagt ekki möguleiki á því að þessir 2 bílar hafi verið að spyrna...
Ég á eins bíl og ég hef sjálfur lent í fordómum, og það merkilega við það er að við þurfum oft ekki að vera á staðnum til að fá skammir. Sem dæmi má nefna að ég hef verið ásakaður um að halda heilu hverfunum vakandi eina helgina, sem stenst ekki alveg því að ég og bíllinn minn vorum á Akureyri á bíladögum þegar ég atti að hafa verið á botnþenslu um bæinn. Ótrúlegt alveg.
Það sem ég vil koma á framfæri er að líkurnar á kappakstri voru ENGAR og að stundum gerast óhöpp og er þá ekki hægt að benda bara á næsta sportbíl og kenna honum um.
endilega að tjá sig og ég skal svara.
Í þessari "frétt" er sagt að kappakstur hafi verið í gangi... en ég keyrði þennan bíl nýlega og þekki eigandann vel, og er spyrnuakstur ekki mögulegur þar sem að 1. gír er leiðinlegur og hann kemst ekki í 2. gír.. semsagt ekki möguleiki á því að þessir 2 bílar hafi verið að spyrna...
Ég á eins bíl og ég hef sjálfur lent í fordómum, og það merkilega við það er að við þurfum oft ekki að vera á staðnum til að fá skammir. Sem dæmi má nefna að ég hef verið ásakaður um að halda heilu hverfunum vakandi eina helgina, sem stenst ekki alveg því að ég og bíllinn minn vorum á Akureyri á bíladögum þegar ég atti að hafa verið á botnþenslu um bæinn. Ótrúlegt alveg.
Það sem ég vil koma á framfæri er að líkurnar á kappakstri voru ENGAR og að stundum gerast óhöpp og er þá ekki hægt að benda bara á næsta sportbíl og kenna honum um.
endilega að tjá sig og ég skal svara.
Kappakstur endaði illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | 26.7.2008 | 22:45 | Facebook
Athugasemdir
Æ...vertu ekki svona mikill bjáni.
Það sér hver heilvita maður að ef tveir bílar eru gerónýtir eftir að hafa ekið hlið við hlið á götu þar sem hámarkshraði er 50, voru þeir klárlega ekki á löglegum hraða og meira að segja langt frá því.
Balsi (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 22:55
gerónýtur er bara það sem fréttirnar segja af fyrstu sýn. Bíllinn er vel viðgerðarhæfur þó tjónið líti illa út þá var það ekki það svakalegt. Ekki veit ég samt með hvað imprezan var að gera, gæti vel verið að hann hafi verið að taka hið alræmda Fly-by sem er nokkuð algengt.
En ég get lofað þér því að þessi bíll var ekki búinn í hraðakstur eins og ástand gírkassa var. Hálfsofandi leigubílstjóri vel undir hámarkshraða beygir fyrir vin minn þegar hann á 10m eftir að honum...
En eins og vanalega þá veit fólk á netinu alltaf betur því það þarf ekki að horfast í augu við neinn og virkilega segja það sem það skrifar á lyklaborðið. En ég vil biðja þig um að vera ekki með samsæriskenningarnar þínar hérna, sportbíll getur lent í slysi án þess að hafa verið að spyrna.
Óttar Freyr Einarsson, 26.7.2008 kl. 23:09
Vonandi lærið þið hraðakstursmenn að glæfraakstur borgar sig aldrei. Af hverju þurfið þið að auka álagig á heilbrigðiskerfið meira en orðið er?
Fyrir nokkrum dögum stórslasaðist unglingur vegna glæfraaksturs og brotnaði á báðum fótum. Ekki vil eg vita hversu margir sjúklingar á biðlista eftir bæklunaraðgerðum þurfa að líða fyrir það. Rétt væri að þið sem yngri eruð þyrftuð að greiða sjálf fyrir læknisaðgerðir vegna slysa af völdum óskynsamlegs glææfraaksturs.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.7.2008 kl. 23:24
Halda áfram að borga heilbrygðiskostnaðinn fyrir öryrkja og gamalmenni en fá ekkert í staðinn? Ég held ekki.
Arnar (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 23:55
Guðjón Jensson skrifaði:
"Fyrir nokkrum dögum stórslasaðist unglingur vegna glæfraaksturs og brotnaði á báðum fótum."
ok nú veit ég ekki hvaða tilvik þú átt við, eina sem að ég man eftir í fréttum nýlega þar sem að einhver hafi brotnað á 2 fótum, var mótorkrosskappi að norðan sem að var að reyna "stunt" (áhættuatriði)
en jæja hvað um það.
núna liggur líka einhver í lífshættu á spítala eftir bílveltu á holtavörðuheiði.
ég ætla mér nú að skjóta á það að þetta hafi ekki veirð sportbíll (allavega sýnir myndin á mbl.is eitthvað sem að virðist vera patrol jeppi og eitthvað sem að virðist vera einhvern vegin öðru vísi jeppi.
og þar sem að það er nú ekki tekið fram í fréttinni að þetta sé sportbíll, né ungur ökumaður, þá hugsa ég að þetta sé fólk "á miðjum" aldri (allavega eldra en þrítugt fyrst að það er ekki tekið fram)
afhverju nefniru þetta atriði ekki ?
Þetta eru ekkert annað en fordómar einsopg hann g3ml1ingz segir.
Árni Sigurður Pétursson, 27.7.2008 kl. 00:16
Ég veit ekki hvort þú sért bara svona ungur eða bara að upplagi heimskur.
Maður þarf nú ekki að keyra lengi á föstudags eða laugardags kvöldi til að sjá spyrnur hér og þar um borgina. Í 90% tilfella eru þar á ferð mjög kraftmiklir bílar eða bílar sem líta út fyrir að vera hraðskreiðir en framleiða mikinn hávaða.
Ef ungir menn, tala nú ekki um þá sem eru á mjög kraftmiklum bílum, hefðu hefðu bara þroska til að átta sig á því hversu hættulegur leikur það er að spyrna eða keyra glannalega á götum borgarinnar þá væru svona fyrirsagnir ekki í blöðunum.
Menn átta sig ekki á því að þegar þeir eru að keyra svona eins og asnar þá eru þeir ekki bara að setja sig í hættu heldur alla þá sem eru í kringum þá.
Vona að þessir menn átti sig á því hversu hættulegt þetta er áður en þeir drepa sig eða einhvern annan.
Sorglegt að þú skulir sýna það á prenti hversu vanþroskaður þú ert í þessum málum ef þú telur að þetta sé í lagi.
zaxi (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 02:03
zaxi
ert þú þá að tala til mín ?
málið er að ég veit það mjög vel að spyrnur gerast á vegum landsins.... það er bara þannig.
ungur, tjahh ég veit það nú ekki, er fæddur 1981, en heimskan tel ég mig nú ekki vera, ætla alls ekki að halda því fram að ég sé eitthvað bráðgáfaður, en tel mig ekki heimskan.
en úr því að þú talar um að það séu í 90% aflmiklir bílar sem að þú sér í spyrnum.
hversu aflmikla bíla ertu að tala um ?
nú hafa (voru sérstaklega) honda civic vti verið gríðarlega visælir bílar meðal ungu kynslóðarinnar hérna undan farin ár.
þessir bílar eru nú ekki nema 160 hestöfl, þeir eru nú ekki öflugari en það, meðal fjölskyldubíll er álíka öflugur.
Ég er alls ekki að halda því fram að ungir ökumenn á öflugum bílum séu englar (og ég er það ekki heldur)
en síðan nefnilega annað sem að þú nefndir alveg sérstaklega...
" Í 90% tilfella eru þar á ferð mjög kraftmiklir bílar eða bílar sem líta út fyrir að vera hraðskreiðir en framleiða mikinn hávaða."
það sem að ég feitletra hefur svolíðtið mikið að segja !!!
bíll sem að lítur út fyrir að fara hratt eða framleiðir hávaða er ekki endileg að fara hratt.
Það er nefnilega svolítið sem að annsi margir þurfa að læra, sértaklega húsmæður í vesturbænum
Árni Sigurður Pétursson, 27.7.2008 kl. 02:23
Árni.
Þú segir: "þessir bílar eru nú ekki nema 160 hestöfl, þeir eru nú ekki öflugari en það, meðal fjölskyldubíll er álíka öflugur."
Skv. www.honda.is þá er Honda Civic 140 - 201 hestafl. Þessi sem er "ekki nema" 140 hestafl er ekki nema 9 - 10 sek í hundrað. Þessi sem er 201 hestafl er 6.6 sek. í hundrað. Fyrir óreynda menn, þá á ég við menn sem hafa haft bílpróf í 5 ár eða skemur þá eru þessir bílar mjög kraftmiklir, sérstaklega þessi 201 hestafla.
Ég get vel skilið að menn hafi gaman að því að keyra hratt en vandamálið er að það er enginn staður til að gera það á nema kvartmílubrautin og kannski nokkrir aðrir staðir sem ég veit ekki um.
Þessir menn eru að gera þetta á götum borgarinnar og þar er hámarkshraði 50 - 80 km. Það tekur því ekki nema 3 - 6 sek að komast yfir hámarkshraða og á þessum stað, þar sem þetta óhapp átti sér stað þá er, að mig minnir, 50 km hámarkshraði.
Það að bílarnir eru í klessu og að húsveggur og gluggi hafi skemmst segir mér að þessir bílar hafa verið á mun meiri hraða þar sem bílstjóri nær í lang flestum tilfellum að bregðast með einhverjum hætti við óhappi með því að hægja á sér. Ef þú hefur séð árekstur á 50 km hraða, getur séð það t.d. á Discovery, þá áttar þú þig á því hve mikill sá hraði er. Þegar maður situr í bíl á 50 km hraða þá finnst manni maður næstum geta opnað hurðina og labbað út en það er út af því að bílarnir í dag eru orðnir það góðir að tilfinningin fyrir hraðanum er lítil.
Þegar óharðnaðir menn setjast svo upp í þessa bíla sem 140 - 201 hestöfl þá eru það bara of kraftmiklir bílar ef menn eru að reyna fyrir sér í spyrnu og þess háttar.
Ég hef sjálfur verið á þessum aldri og veit það nú að ungir ökumenn gera sér ekki grein fyrir þeim hættum og alvarleika við að stjórna bifreiðum.
Ef hver og einn myndi hugsa um það áður en hann fer í spyrnu eða keyrði ógætilega: "hvað ef ég myndi nú keyra á barn/mann. Gæti ég lifað við það að hafa tekið annað líf bara af því að ég hugsaði ekki um afleiðingarnar sem gætu hlotist af því sem ég er að gera". "Ef ég myndi keyra á húsvegg eða annað eins og drepa félaga mína í bílnum".
Vandamálið er að þessir menn eru ekki að hugsa. Þeir halda að þeir hafi fulla stjórn, og það getur verið í einhverjum tilfellum að viðkomandi sé bara mjög góður bílstjóri, en vandamálið er að þeir hafa enga stjórn á umhverfinu sem þeir eru í. Það þarf svo lítið út af að bera svo allt fari á versta veg hversu góður sem viðkomandi bílstjóri er. Þess vegna er best að vera ekkert að því að storka örlögunum með smá adrenalín sjokki, sem er svo sannarlega ekki þess virði þegar allt er gert upp í lokin.
zaxi (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 03:14
PS: Árni. Fyrstu skrifin mín voru ætluð greinarhöfundi en ekki þínu svari sem slíku.
zaxi (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 03:22
Mikið rosalega er sorglegt að lesa það sem fólk skrifar hér. Löngu vitað að fréttamennskan á Íslandi er sú versta sem til er. Sjálfur á ég nú nokk kraftmikinn bíl sem heyrist vel í og er ég þá bara í bullandi útslætti og spóli allar götur Reykjarvíkur ? Svona alhæfingar að kraftmikill bíll sé spyrnandi allstaðar og alltaf er bara rugl, jújú það er til fólk sem stundar þessar götuspyrnur um götur Reykjarvíkur öll kvöld en það er nærrum því ekki allir.
Þessir íslensku fréttamenn eru verri en slúðurblöðin. Þeir þurfa aðeins að kafa betur í málin en ekki bara ákveða um leið og þeir sjá 2 sportbíla (annar var nú samt bara 4 dyra fjölskyldubíll) að um götuspyrnu hafi verið að ræða.
engin(n) (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 12:22
Engin(n)!
Þú segir: "Svona alhæfingar að kraftmikill bíll sé spyrnandi allstaðar og alltaf er bara rugl, jújú það er til fólk sem stundar þessar götuspyrnur um götur Reykjarvíkur öll kvöld en það er nærrum því ekki allir. "
Má skilja þetta þannig að flestir þeir sem eiga kraftmikla bíla séu að þessu? Það er alla vega ekki hægt að skilja þetta öðruvísi.
Það virðist einnig vera misskilningur hjá mörgum að það sé ekki hægt að spyrna á fjölskyldubíl, eins og margir kalla þá. Skv. þér þá mætti halda að ef bílar væru með fjórar hurðir þá mætti ekki kalla þá sportbíla. Hvað er Subaru Impreza bíllinn sem margir eru komnir á í dag? Hann er með fjórar hurðir og þá ætti ekki að vera hægt að spyrna á þeim.
Það eina sem er sorglegt við fréttaflutning blaðana er að maður þurfi að lesa um svona vitleysingja í umferðinni.
zaxi (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 12:48
Já það er allveg magnað hvernig fréttamenn geta tekið svona eindæmi fyrir, Kona gefur sig fram við lögreglu og telur henni trú um að hún hafi oft áður séð þennan "Sportbíl" aka á ofsahraða þarna um götur ?? Get lofað því að konan þekkir ekki mun á þessum "sportbíl" og Opel bifreiðini minni,
Veit ekki betur til þess en að þessi "sportbifreið" sé utan að landi ? varla að hún sé hérna í bænum öll kvöld..
JúJú vitaskuld er hraðakstur bannaður en þeir sem ekki eru vitni eiga minnst að láta í sér heyra,, mín skoðun,.
Olafur Runar (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 15:30
Ekki reyna að segja að allir þeir sem eigi sportbíla keyri eins og hálfvitar. Það eru líka venjulegir ökumenn á þessum bílum.
Og þegar fólk segir sportbíll þá hugsar það strax um fislétta bíla og til að brjóta uppúr vegg hafi hann þurft að vera á miklum hraða. Það sem þið vitið örugglega ekki er að þessi bíll er 1800kg, nokkuð yfir þyngd venjulegs fólksbíls og mikill skriðþungi þegar hann lendir á vegg.
Og ég efa það að hún myndi þekkja þennan bíl aftur ef hún sæi hann, því hún segist hafa upplifað margar andvökunætur útaf bílnum, en strákurinn sem á hann er úr Hveragerði. Væri fróðlegt að sjá ef ég myndi mæta með myndir af 5 öðrum svörtum bílum og sjá hvort hún myndi nokkuð þekkja hann aftur.
Og Zaxi, ég hef misst æskuvin minn í bílsysi þar sem hálfviti var undir stýri. EKKI VOGA ÞÉR að halda ég sé að leggja blessun mína yfir hraðakstur.
Þessi vinur minn er enn á lífi en lífsskilyrði hans verulega skert. Þú manst kannski eftir Sigurði sem kom í kastljósinu fyrir 2 árum, það er strákur sem ég ólst upp með og hef þekkt síðan ég man eftir mér. Þar var ökumaður sem er sífellt að lenda í slysum og labbar alltaf burt, síbrotamenn eiga að vera teknir til athugunar, en þegar manneskja er að lenda í óhappi á ekki að refsa henni fyrir það eitt að hafa verið á sportbíl þegar það gerðist.
Óttar Freyr Einarsson, 27.7.2008 kl. 16:47
Sá aðili sem þarf að láta athuga er ökumaður leigubílsins. Hann ekur inná götuna í veg fyrir aðkomandi umferð sem VAR á umferðarhraða og veldur þessu slysi. Svefnlaus og athyglislaus kemur hann þessum ungu mönnum sem voru svo óheppnir að keyra um á sportbílum í þá aðstöðu að vera dæmdir glæpamenn af hálfu íslandi aðeins vegna þess að þeir aka um á bílum sem eru öflugri en meðalbíllinn á götuni. Fynst ykkur ekki rangt að dæma þá fyrir það sem aðrir gera ? Ég veit það fyrir víst að Ökumaður bílsins sem lenti á veggnum forðaði því að þarna hefði orðið mun alvarlegra slys með því að sveigja frá. Þegar á botnin er hvolft þá er það ökumaður Leigubílsins sem olli þessu en fólk hefur bara ekki áhuga á réttu söguni heldur bara þeirri sem hljómar meira spennandi. Þið ættuð að skammast ykkar fólk
Sigurður Breki (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 17:30
Óttar.
Takk fyrir svarið og mér finnst leitt að þú hafir þurft að ganga í gegnum það að sjá æskufélaga þinn glata heilsu sinni. Það hlýtur að hafa verið mjög erfitt.
Varðandi þessa konu sem er að kvarta yfir hraðakstri/kappakstri þá má ekki gleyma því að þessi kona er eflaust engin nöldrari heldur kona sem er orðin þreytt á því ástandi sem er fyrir utan hjá henni. Hvort hún þekki eina tegund bíls frá öðrum þá geri ég ráð fyrir að hún átti sig á því þegar keyrt er hratt eða að kappakstur sé í gangi, það er heldur ekki erfitt að sjá það þar sem hámarkshraði á þessum stað er 50 km ef ég man rétt.
Ekki amast út í þá sem eiga heima hjá þeim stöðum þar sem hraðasktur og spyrnur eru stundaðar. Amist heldur út í þá sem eru að skemma orðspor þeirra sem eiga kraftmikla bíla. Ekki myndi ég kæra mig um að búa á stað sem þekktur er fyrir hraðakstur eða spyrnur. Hvernig heldur þú að þessu fólki líði, hvað með að senda krakkana út að leika....... hlýtur að vera góð tilfinning......
Varðandi þá sem eru alltaf að brjóta af sér þá er bara eitt sem þarf að gera. Meðhöndla þá sem glæpamenn því bifreiðin sem þeir eru á er í raun lítið annað en vopn þegar henni er beitt með þessum hætti í þessu umhverfi.
Ævilöng svipting ökuréttinda eftir þriðja brot, og þá er ég nú ekki að tala um ef viðkomandi er tekinn fyrir minniháttar umferðalagabrot, finnst mér eðlileg. Ef viðkomandi er svo tekin eftir það þá ætti hann að fá lámark 1 - 3 mánuði í fangelsi.
Svo vantar auðvitað aðstöðu fyrir þá sem eiga öfluga bíla til að leika sér í öruggu umhverfi en það er önnur umræða.
zaxi (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 17:46
Ég skil konuna mjög vel að vera orðin þreytt á glæfraakstrinum í hverfinu hennar. EN hún hefur ENGAN rétt til að fara á nornaveiðar útaf því... þessar nornaveiðar hennar gætu orðið til þess að að drengurinn fái bílinn ekki bættan þó hann sé kaskótryggður og lenti í því að syfjaður leigubílstjóri keyri í veg fyrir hann.
Er það virkilega réttlæti? Að þegar einhver lendi í því að svínað sé fyrir hann að hann fái ekkert bætt því kona í nágrenninu er orðin þreytt á stereótýpunni?
Ég er sammála því að síbrotamenn megi finna betur fyrir sektunum.
En þessir svörtu sauðir munu keyra eins og hálfvitar sama hvernig bíl þeir eru á, maður tekur bara meira eftir þeim þegar þeir komast á öflugri bíl.
Óttar Freyr Einarsson, 27.7.2008 kl. 19:01
Zaxi hvernig væri nú að tala ekki með rassagatinu.
Ég sá þetta gerast og leigubíllin fór yfir fyrri bílinn
Imprezan kom á EFTIR þeim fyrri og sá fyrri var EKKI að ,,spyrna" .
Mæli vel með því að þú kynnir þér það sem þú ert að tala um áður en þú stimplar orð þín á netið.
Kv Sævar P.
Sævar Pálmarsson (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 23:50
Sævar,við skulum halda persónulegum ásökunum frá þessari umræðu. Ef við förum að skjóta á hvorn annan þá mun aðal takmark rökræðanna hér gleymast. Og það er ekki að fara að Hjalta mikið. En þá ert þú vitni... veit Hjalti af þér og varst þú við skýrslutökuna? Ef ekki þá gæti það hjálpað mjög mikið ef þú myndir gefa þig fram við lögreglu.
Óttar Freyr Einarsson, 28.7.2008 kl. 00:48
Vááá er ekki í lagi með fólk?
Við vitum það öll að blöðin eru sori og ekkert annað. Og með þessa kellingu bíddu liggur hún útí glugga til að kanna hvort að hinir og þessir eru að spyrna? Og já ef að hún líður andvökunætur útaf hávaða í bílum afhverju er hún virkilega ekki búin að spá í að flytja bara eitthvert í einhverja sveit eða kaupa sér svefntöflur gæti lagað svefninn hjá henni. Er nokkuð viss um að hún sé nú ekki svo glögg að geta séð hvaða bílar eru hvað. Og ef einhver efast um þessa vissu mína þá vil ég fyrir fram spyrja þá manneskju hvort að manneskjan trúi því ekki alveg að konan liggi upp að glugganum heima hjá sér skrifandi niður týpu, bílnúmer, klukkan hvað og dagsetningu?
Og fyrir þá sem að vilja meina það að tjón á 50km/klst geti ekki verið svaðalegt þá vil ég byðja ykkur um að endurskoða stöðu ykkar. Þegar að ég var 17 ára þá var ég að keyra um á Hyndai Sonata bílnum hennar móður minnar þessi bíll er 136hp og 1377kg ég var að skutlast með strák en mér var sagt að ég ætti að beygja næst til hægri þannig ég fylgdist með hvort að ég sæi hægri beygju en svo komum við að einni vinstri beygju og var þá hrópað á mig það er þarna það er þarna og ég í hugsanaleysi mínu snarbeygði með þeim afleiðingum að ég endaði á 2-3 trjám og já það sást á tránum grasið þarna í kring var gjööör ónýtt nokkrir demparar farnir sá að eitt dekkið var svoldið mikið fyrir neðan þann stað sem að það átti í raun að vera, framendi beyglaður, hljóðið í vélinni svaðalegt og margt fl. það þurfti að draga bíllinn í burtu, þetta var ENGAN vegin smá tjón og samt var ég EKKI á neinni svakalegri ferð líklegast milli 30-50km/klst.
Steinunn Anna (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.